Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2011 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór spilaði best allra í liði Nicholls á HBU Intercollegiate

Kristján Þór Einarsson, GKJ, varð í 4. sæti á HBU Intercollegiate mótinu, sem lauk í gær.  Hann átti því miður ekki sinn besta dag og lauk keppni á 75 höggum, en var búinn að spila fyrri daga mótsins á hringjum undir 70 (67 69). Samtals spilaði Kristján Þór því á -2 undir pari, 211 höggum (67 69 75). Fyrir daginn í gær var Kristján Þór í 2. sæti.

Pétur Freyr Pétursson, GR, tók einnig þátt í mótinu og lauk leik á +31 yfir pari, samtals 244 höggum (77 79 88) og lauk leik í 48. sæti.

Í mótinu voru keppendur 52 frá 7 háskólum.  Mótið fór fram 23.-25. október í Quail Valley El Dorado golfklúbbnum í Missouri City, Texas. Nicholls State, háskólalið Kristjáns Þórs og Pétur Freys varð í 6. sæti.

Til þess að sjá önnur úrslit í mótinu smellið HÉR: