Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2011 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór, GKJ sigraði á Harold Funston Invitational

Kristján Þór Einarsson sigraði í gær, á Harold Funston Invitational, sem fram fór í Texas.  Kristján var á -9 undir pari, samtals 133 höggum (65 68).

Munaði 3 höggum á Kristjáni Þór og James Glenn, úr Sam Houston State University, sem varð í 2. sæti, en Houston háskólinn, sem lið varð í 1. sæti.

Nicholls, háskóli Kristjáns Þórs lenti í 3. sæti í liðakeppninni.

Þetta er 3. sigur Kristjáns Þórs í bandaríska háskólagolfinu en hann vann 2 mót í fyrra á síðasta keppnistímabili.

Sjá má úrslit í Harold Funston Invitational hér: HAROLD FUNSTON INVITATIONAL