Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2011 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Kristján Þór Einarsson á glæsilegum 65 höggum! Efstur á Harold Funston Invitational

Kristján Þór Einarsson, GKJ og Nicholls kom inn á glæsilegum 65 höggum á Harold Funston Invitational mótinu í Texas í gær og er þetta besti árangur hans í háskólagolfinu vestra. Mótið fer fram dagana 10.-11. október.  Spila átti 2 hringi á fyrri degi þessa 2 daga móts, en vegna mikilla rigninga í Texas, var 2. hring aflýst.

Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum og er Nicholls háskóli Kristjáns í 3. sæti. Kristján er í efsta sæti mótsins eftir 1. dag. Glæsilegt!

Smellið hér til þess að sjá stöðuna í mótinu: HAROLD FUNSTAL INVITATIONAL