Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2022 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól & félagar sigruðu á Newman Spring Inv.

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM og félagar í Roger State University (RSU) sigruðu á Newman Spring boðsmótinu í bandaríska háskólagolfinu.

Mótið fór fram dagana 4.-5. apríl 2022 í Sandcreek Station golfvellinum, í Newton, Kansas.

Þátttakendur voru 94 frá 18 háskólum.

Kristín Sól lék á samtals 158 höggum (77 81) og varð T-36 í  einstaklingskeppninni.

Hún lék með liði RSU, sem sigraði í mótinu!!!

Sjá má lokastöðuna á Newman Spring Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Kristínar Sól og félaga er 21.-23. apríl í Wichita, Kansas.