Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes m/glæsilegan lokahring upp á 69!!!

Jóhannes Guðmundsson, GR og lið hans í bandaríska háskólagolfinu Stephen F. Austin State University urðu í 3. sæti á Southland Conference Championship.

Mótið fór fram í Stonebridge Ranch CC í McKinney, Texas, dagana 22.-24. apríl sl.

Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum.

Jóhannes lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (80 80 69) og varð T-18 í einstaklingskeppninni.

Sérlega glæsilegur var lokahringur Jóhannesar upp á 3 undir pari, 69 högg; hring þar sem Jóhannes fékk 5 fugla, 12 pör  og 1 tvöfaldan skolla.

Jóhannes var á 3. besta skorinu í liði sínu.

Sjá má lokastöðuna á Southland Conference Championship með því að SMELLA HÉR: