Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes & félagar urðu í 9. sæti

Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í Stephen F. Austin State University tóku þátt í Little Rock Invitational.

Mótið fór fram dagana 21.-22. október og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum.

Jóhannes lék á 11 yfir pari, 227 höggum (73 76 78) og lauk keppni T-50 í einstaklingskeppninni.

Stephen F. Austin varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Little Rock Invitational með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Jóhannesar og félaga er ekki fyrr en á vorönn þ.e. 17. febrúar 2020.