Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2019 | 17:30

Bandaríska háskólagolfið: Jóhannes & félagar í 12. sæti í Louisiana

Jóhannes Guðmundsson, GR og félagar í St. Stephen F. Austin State University tóku þátt í Jim Rivers Intercollegiate.

Mótið fór fram í Squire Creek, í Choudrant, Louisiana, dagana 15.-17. september og lauk því í gær.

Jóhannes varð á 1.-2. besta skori í liði sínu sem hafnaði í 12. sæti í liðakeppninni.

Í einstaklingskeppninni var Jóhannes T-34, lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 74 75).

Sjá má lokastöðuna í Jim Rivers Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Jóhannesar & félaga er 7. október n.k. í Texas.