Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2022 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar urðu í 10. sæti Gold Rush í Kaliforníu

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois tóku þátt í Gold Rush mótinu, sem fram fór 28. febrúar – 1. mars 2022.

Mótið fór fram í Old Ranch CC á Seal Beach í Kaliforníu.

Þátttakendur voru 73 frá 12 háskólum.

Jóhanna Lea varð T-60 í mótinu lék á samtals 248 höggum (79 86 83).

Sjá má lokastöðuna á Gold Rush með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Northern Illinois er 7.-8. mars n.k.