Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2022 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea & félagar í 3. sæti á Colonel Classic

Það voru tveir íslenskir kylfingar, sem spiluðu á Colonel Classic háskólamótinu, sem fram fór hjá University of Arlington, í Richmond, Kentucky: GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir, EKU, sem sigraði í mótinu og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, sem ásamt félögum sínum í Northern Illinois University (NIU) tók bronsið í liðakeppninni!!!

Þátttakendur í mótinu voru 76 frá 14 háskólum.

Jóhanna Lea varð T-20 í einstaklingskeppninni; lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (74 76 77). Hún var á 3. besta skorinu í liði sínu.

Sjá má lokastöðuna á Colonel Classic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Jóhönnu Leu & félaga er 8.-9. apríl n.k. í Normal, Illinois.