Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2022 | 00:55

Bandaríska háskólagolfið: Jóhanna Lea á 2. besta skori NIU á Pinetree mótinu

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR og félagar í Northern Illinois háskólanum (NIU Huskies) tóku þátt í Pinetree CC Women´s Collegiate.

Mótsstaður var Pinetree CC í Kennesaw, í Georgíu.

Þátttakendur voru 68 frá 12 háskólum.

Jóhanna Lea var á 2. besta skori NIU, lauk keppni T-37 og skilaði skori upp á 236 högg (78 76 82).

Lið NIU lauk keppni T-10 í mótinu.

Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu NIU með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Pinetree CC Women´s Collegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Jóhönnu Leu og NIU er 4.-5. apríl n.k.