Saga Traustadóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 25. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Íslendingar að keppa í Kaliforníu og Louisiana

Nokkrir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu hefja keppni í dag.

Saga Traustadóttir GR og lið hennar í Colorado State University (CSU) hefja keppni í dag í Old Ranch CC í Long Beach, Kaliforníu.

Fylgjast má með gengi Sögu og félaga með því að SMELLA HÉR: 

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans University of Northern Texas (UNT)  sækja Björn Óskar Guðjónsson, GM og lið hans Ragin Cajuns í Louisiana Lafayette heim og spila því 4 íslenskir kylfingar í einu og sama mótinu.

Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Fylgjast má með gengi piltanna með því að SMELLA HÉR: