Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og „The Royals“ luku keppni í 2. sæti í S-Karólínu

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens háskólans tóku í gær þátt í 1 dags móti: North Greenville University Invitational, í Tigerville, Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Íris Katla spilaði á 85 höggum og var á 2. besta skori liðs síns, „The Royals“, sem hafnaði í 2. sæti í mótinu í liðakeppninni, samtals á 347 höggum, 1 höggi á eftir sigurvegaranum NGU, sem var á samtals 346 höggum.

Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er  Agnes McAmis Invitational, sem fram fer í Greenville,  Tennessee, dagana  8.-9. apríl n.k.

Til þess að sjá úrsltin á North Greenville University Invitational SMELLIÐ HÉR: