Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals luku leik í 3. sæti á Anderson U Inv.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, The Royals tóku þátt í 1. móti keppnistímabilsins 2014-2015 þ.e. Anderson University Invitational.

Leikið var á golfvelli Cobb´s Glenn Country Club í Suður-Karólínu.

Mótið stóð dagana 8.-9. september.

Íris Katla lék samtals á 165 höggum (84  81) og lauk keppni í 20. sæti í einstaklingskeppninni.  The Royals urðu í 3. sæti í liðakeppninni.

Íris Katla og The Royals leika næst 6. október n.k. á Lenoir-Rhyne Intercollegiate á Myrtle Beach, Suður-Karólínu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Anderson University Invitational SMELLIÐ HÉR: