Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2015 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Queens í 7. sæti – Stefanía Kristín og Pfeiffer í 11. sæti á Wingate mótinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA og golflið Pfeiffer  og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens tóku þátt í Wingate mótinu, sem fram fór 23.-24. mars s.l. í Olde Sycamore Golf Plantation í Charlotte, Norður-Karólínu.

Völlurinn á Olde Sycamore er par-73 5872 yardar.

Þáttakendur í mótinu voru 89 frá 16 háskólum.

Stefanía Kristín varð í 46. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 22 yfir pari, 168 höggum (86 82).

Íris Katla varð í 52. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 24 yfir pari, 170 höggum (85 85).

Golflið Stefaníu Kristínar varð í 11. sæti en golflið Írisar Kötlu, frá Queens háskóla í 7. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Wingate mótinu SMELLIÐ HÉR: