Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 8. sæti á Winthrop Intercollegiate

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið Queens í Charlotte luku leik á Winthrop Intercollegiate nú um helgina.

Mótið sem upphaflega átti að vera 36 holu var stytt í 18 holu mót vegna mikillar úrkomu.

Íris Katla lék á 82 höggum og var á besta skori The Royals, sem urðu í 5. sæti í mótinu.   Íris Katla deildi 8. sætinu í einstaklingskeppninni.  Sjá má umfjöllun um gengi The Royals og „Katla“ á heimasíðu Queens, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslitin á Winthrop Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er síðasta mót Írisar Kötlu á haustönn, en The Royals keppa næst 23. febrúar 2015 á Converse College mótinu í Spartansburg, Suður-Karólínu.