Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2015 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 7. sæti á Hilton Head

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið Queens háskólans í N-Karólínu tóku þátt í Pfeiffer University Hilton Head Lakes Invite, í  Suður-Karólínu, en mótið fór fram dagana 9.-10. mars s.l.

Þátttakendur voru 95 frá 19 háskólum.

Íris Katla deildi 7. sætinu ásamt liðsfélaga sínum Grace Glaze, en báðar spiluðu þær á 154 höggum; Íris Katla (80 74) en Glaze (78 76).

The Royals höfnuðu í 5. sæti í liðakeppninni af 19 liðum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hilton Head Lakes Invite SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals verður í Charlotte, N-Karólínu 23. mars n.k.