Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 6. sæti og the Royals sigruðu í liðakeppninni!!!

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens tóku þátt í Lenoir Rhyne Rock Barn Intercollegiate, sem fram fór dagana 27.-28. október 2014.

Íris Katla varð í 6. sæti í einstaklingskeppninni þ..e. lék á samtals 159 höggum (83 76) og náði að bæta sig um 7 högg á seinni hring, s.s. fram kemur á golfsíðu Queens – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

The Royals, lið Írisar Kötlu, sigraði í liðakeppninni í mótinu og átti Íris Katla stóran þátt í því!

Sjá má lokastöðuna á Lenoir Rhyne Rock Barn Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Írisar Kötlu og the Royals er 1. nóvember n.k. í Norður-Karólínu þ.e. Winthrop University Intercollegiate.