Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 19:50

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnarsdóttir og Furman í 7. sæti

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman, lauk keppni á Lady Paladin Invitational í dag á 83 höggum. Ingunn fékk 8 skolla á hringnum 2 skramba og 1 fugl. Hún deildi 41. sætinu ásamt 2 öðrum, var því um miðbik mótsins en 81 keppandi var í mótinu frá 15 háskólum.  Samtals spilaði Ingunn á 246 höggum ( 79 84 83) eða + 30 yfir pari samtals. Lið Ingunnar, Furman háskóli varð  í 7. sæti, en háskólinn hélt mótið og fór það því fram í Greenville, Suður-Karólínu.

Sjá má úrslitin á Lady Paladin mótinu með því að smella HÉR: