Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 06:59

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnarsdóttir spilar í Lady Paladin Invitational

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman, hefur leik á Lady Paladin Invitational í dag, en mótið fer fram á heimavelli Ingunnar, þar sem Furman háskólinn sér um að halda mótið. Mótið er haldið  í Greenville, Suður-Karólínu, dagana 28.-30. október. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Ingunn á rástíma kl. 9:18 að staðartíma (kl. 13:18 að íslenskum tíma).

Fylgjast má með gengi Ingunnar með því að smella HÉR: