Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 06:15

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og lið Furman í 9. sæti eftir 2. dag á Lady Paladin

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman, lauk 2. hring á Lady Paladin Invitational í gær á 84 höggum. Ingunn fékk 8 skolla á hringnum og skramba á 17. og 18. braut. Hún deilir 35. sætinu ásamt 4 öðrum, er því um miðbik mótsins en 81 keppandi er í mótinu frá 15 háskólum.  Lið Ingunnar Furman háskóli er í 9. sæti, en háskólinn heldur mótið og fer það því fram í Greenville, Suður-Karólínu. Lokahringurinn verður spilaður í dag.

Fylgjast má með stöðunni á Lady Paladin mótinu með því að smella HÉR: