Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2022 | 23:36

Bandaríska háskólagolfið: Hulda Clara & félagar luku keppni í 12. sæti í Arizona

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG og félagar í Denver tóku þátt í Ping/ASU Invitational.

Spilað var á Papago golfvellinum í Phoenix, Arizona.

Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum.

Hulda Clara lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (75 77 77) og varð T-62 í mótinu. Hún var á 3. besta skori Denver.

Lið Denver varð í 12. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ping/ASU Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Huldu Clöru og félaga er 11.-12. apríl í Washington.