Hrafn Guðlaugson, GSE and Faulkner University. Photo: In Hrafns possession
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn lauk keppni í 19. sæti á NAIA Men´s Golf Championship

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner tóku þátt í  NAIA National Championship.

Mótið fór fram dagana 13.-16. maí á Champions golfvelli LPGA International, á Daytona Beach, Flórída og lauk í kvöld.  Þátttakendur eru 156 frá 29 háskólum.

Slæmt veður í gær var til þess að 3. hringur var felldur niður og mótinu breytt úr 72 holu mót í 54 holu.

Hrafn gekk ekki nógu vel í dag á lokahringnum, lék á 77 höggum og var því samtals á  2 yfir pari, 218 höggum (71 70 77)

Í einstaklingskeppninni varð Hrafn í  19. sætinu, sem er glæsilegur topp-20 árangur, einnig þegar litið er til fjölda keppenda!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í einstaklingskeppni NAIA National Championship SMELLIÐ HÉR: 

Hrafn var á 2. besta skori Faulkner sem varð í 6. sæti í liðakeppninni!!!

Til þess að sjá lokastöðuna í liðakeppninni á NAIA National Championship  SMELLIÐ HÉR: