Hrafn Guðlaugsson, GSE. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn bestur í liði Faulkner á Coastal Georgia Inv.

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og 2014 og golflið Faulkner tóku þann 16. febrúar s.l. þátt í Coastal Georgia Invite.

Alls voru keppendur í mótinu u.þ.b. 90 frá 18 háskólaliðum.

Golflið Faulkner varð T-5 þ.e. deildi 5. sætinu ásamt Savannah College of Art and Design í þessu 5. árlega Coastal Georgia Winter Invitational móti.

Golflið Faulkner, þ.e. The Eagles, léku á samtals  614 höggum en heimaliðið, Coastal var ekkert sérlega vinalegt við gesti sína – sigraði í sínu eigin móti á samtals 577 höggum.

Hrafn Guðlaugsson var á besta skori the Eagles (72 79) og varð í 16. sæti í einstaklingskeppninni.

Næsta mót The Faulkner Eagles verður 16. mars n.k.  þ.e. the SCAD-Atlanta Invitationa.