Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2018 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur og félagar urðu í 3. sæti á Maridoe mótinu

Hlynur Bergsson, GKG og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, University of North Texas (UNT) tóku þátt í Maridoe Intercollegiate, sem fram fór á heimavelli liðsins, 6.-8. október og lauk í gær.

Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 14 háskólum.

Hlynur lék á samtals 15 yfir pari, 225 höggum (73 75 77) og varð T-24 í einstaklingskeppninni.

Lið Hlyns (eða Lenny Bergsson eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum) varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Hlyns og UNT er 21. október n.k. í Windermere, Flórída, þar sem Tigerinn býr.