Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur og félagar T-10 á N.I.T mótinu

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í Meangreens þ.e. liði North Texas University tóku þátt í N.I.T mótinu í Tucson, Arizona, sem fram fór 18.-19. mars 2019 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 84 frá 16 háskólum.

Hlynur varð T-75 í einstaklingskeppninni á 227 höggum (77 79 71) og var á 4. besta skori í liði sínu.

Lið Hlyns, The Meangreens, varð T-10 þ.e. deildi 10. sætinu með 2 öðrum háskólaliðum.

Sjá má lokastöðuna á N.I.T mótinu með því að SMELLA HÉR: