Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2019 | 11:54

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur lauk keppni í Texas

Núna um helgina voru um 10 íslenskir kylfingar við keppni í bandaríska háskólagolfinu.

Einn þeirra er Hlynur Bergsson úr GKG, sem kallar sig Lenny í Bandaríkjunum og því er hægt að sjá stöðu hans með því að svipast um eftir Lenny Bergsson

Hlynur og félagar hans í University of North Texas tóku þátt í Trinity Forest Invitational mótinu, sem fór fram í Trinity Forest golfklúbbnum, í Dallas, Texas, dagana 22.-24. september og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum og vermdi Hlynur heiðurssætið þ.e. það síðasta og er það óvenjulegt því Hlyn hefir gengið vel í bandaríska háskólagolfinu.

Sjá má lokastöðuna á Trinity Forest Invitational SMELLA HÉR:

Næsta mót North Texas háskólans er 27. september n.k.