Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2022 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar tóku þátt í The Hayt í Flórída

Hlynur Bergsson, GKG og félagar í North Texas tóku þátt í háskólamótinu John Hayt Invitational.

Mótið fór fram dagana 27.-28. mars á Sawgrass CC, á Ponte Vedra Beach í Flórída.

Hlynur lék á samtals 232 höggum (80 76 76).

Hann T-70 í einstaklingskeppninni og var á 4. besta skori North Texas.

Lið North Texas lauk keppni í 13. sæti í liðakeppninni af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku (þátttakendur voru 90 + 15, sem spiluðu, sem einstaklingar).

Sjá má stöðuna á The Hayt með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Hlyns og North Texas er Aggie Inv., sem fram fer 9.-10. apríl n.k.