Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-11 á Lady Blu Hen Inv.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany tóku þátt í Lady Blue Hen Invitational mótinu, sem fór fram 19.-20. október sl. í Rehoboth Beach Country Club, á Rehoboth Beach í Delaware.

Þáttakendur voru 69 frá 11 háskólum.

Helga Kristín lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (75 73 77). Hún var á besta skorinu af liðsfélögum sínum í liði Albany og lauk keppni T-11, sem er glæsilegt hjá henni!!!

Lið Helgu Kristínar, Albany lauk keppni í 10. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Lady Blue Hen Inv. með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er á vorönn 2020.