Helga Kristín Einarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-27 f. lokahringinn á John Kirk Panther Intercollegiate

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany taka þátt í John Kirk Panther Intercollegiate, sem fram fer dagana 31. mars – 2. apríl þ.e. mótinu lýkur í dag.

Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum.

Helga Kristín er búin að spila á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (75 78).

Hún er T-27 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag.

Fylgjast má með gengi Helgu Kristínar með því að SMELLA HÉR: