Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2019 | 10:10

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-1 e. 1. dag í Massachusetts

Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í Albany háskólanum eru við keppni á Boston College Intercollegiate.

Mótið fer fram dagana 23. -24. september í Blue Hill CC í Canton, Massachusetts og lýkur í dag.

Þátttakendur eru 80 frá 14 háskólum.

Helga Kristín er búin að spila á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (74 72) og er T-1 þ.e. deilir 1. sætinu ásamt Laiu Barro úr St. Johns háskólanum.

Frábær árangur þetta!!!

Lið Helgu Kristínar, Albany, er í 3. sæti í liðakeppninni.

Fylgjast má með Helgu Kristínu og félögum í Albany með því að SMELLA HÉR: