Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2018 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva luku keppni á Yale mótinu

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University tóku þátt í Yale Women´s Fall Intercollegiate.

Þátttakendur voru 89 frá 16 háskólum. Mótið fór fram dagana 5.-6. október sl. á golfvelli Yale í New Haven í Conneticut.

Helga Kristín varð T-29 í einstaklingskeppninni en hún lék hringina 3 sem voru spilaðir á samtals 17 yfir pari, 230 höggum (79 76 75).  Lið Helgu Kristínar, Albany varð í 6. sæti í liðakeppninni.

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG

Særós Eva varð T-68 í einstaklingskeppninni en hún lék á samtals 37 yfir pari, 250 höggum (81 87 82). Lið Særósar Evu Boston University varð í 1. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Helgu Kristínar og félaga í Albany er 14. október í Massachusetts en næsta mót Særósar Evu og Boston University er í S-Karólínu 24. febrúar 2019.