Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva hafa lokið 2. hringjum í Yale

Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University hafa lokið spili á 2 hringjum á Yale Women´s Fall Intercollegiate mótinu, en lokahringurinn verður spilaður á morgun.

Mótið fer fram í New Haven, Conneticut á golfvelli Yale háskóla, en gestgjafi er Yale háskóli.

Þátttakendur í mótinu eru 91 frá 15 háskólum.

Helga Kristín er búin að spila á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (71 81). Því miður var 10 högga sveifla milli hringja hjá Helgu Kristínu en hún var T-4 þ.e. deildi 4. sætinu með öðrum eftir 1. dag, en er nú T-35, meðal efri þriðjungs keppenda, eftir 2. keppnisdag.

Skólalið Helgu Kristínar, Albany, er í 10. sæti í liðakeppninni.

Særós Eva hefir samtals spilað á 20 yfir pari, 162 höggum (80 82) og er T-78.

Skólalið Særósar Evu, Boston University er í 13. sæti í liðakeppninni.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Yale Women´s Fall Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: