Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2018 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og félagar T-5 í Conneticut

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany tóku þátt í Hartford Women´s Invitational, dagana 14.-15. apríl sl.

Mótið fór fram í Tumble Brook CC í Bloomfield, Conneticut.

Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum.

Aðeins var spilaður einn hringur og lék Helga Kristín á 83 höggum og varð T-39.

Lið Helgu Kristínar Albany hafnaði jafnt í 5. sæti mótsins.

Næsta mót Helga Kristínar og Albany er 20. apríl n.k. en það er MAAC svæðismótið.

Aðalfréttagluggi: Helga Kristín Einarsdóttir og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany. Helga Kristín er lengst t.v.