Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2018 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og félagar í 1. sæti í Flórida – Fylgist m/HÉR:

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar hennar í Albany eru í 1. sæti í MAAC svæðamótinu, sem fram fer á Magnolia golfvellinum á Disney svæðinu í Flórída.

Mótið stendur dagana 20.-22. apríl og lýkur í dag. Mótið er einmitt í fullum gangi núna.

Eftir 2. dag er Albany í 1. sæti í liðakeppninni – sem er stórglæsilegt!!!

Helga Kristín er búin að spila á samtals 15 yfir pari 157 höggum (76 81).

Skor Helgu Kristínar telur svo sannarlega en hún er á 3. besta skori Albany – jöfn öðrum í 9. sæti mótsins í einstaklingskeppninni fyrir lokahringinn, sem stendur yfir núna.

Eftir 6 holur er Helga Kristín búin að fá tvo skolla og spennandi að sjá hvort henni tekst að halda sínum hlut!

Tveir liðsfélagar Helgu Kristínar eru í 1. og 4. sæti mótsins. Stórglæsilegur árangur Albany!!!

Til þess að fylgjast með Helgu Kristínu og félögum á MAAC mótinu  SMELLIÐ HÉR: