Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2018 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany sigruðu í Crosstown Challenge

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany sigruðu Siena háskóla í árlegri viðureign skólanna.

Heildarskor lið Albany var 300 meðan heildarskor Siena var 332 og því þó nokkur munur á liðum.

Helga Kristín lék á 80 höggum og var á 4. besta skorinu í liði sínu.

Þetta er í 5. sinn í röð sem Albany vinnur viðureign milli skólanna.

Sjá má umfjöllun á vefsíðu Albany um mótið með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany verður haldið 15.-16. september n.k.