Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2017 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany sigruðu á Hartford Hawks Inv. Glæsilegt!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, The Great Danes, kvengolflið University of Albany, sigruðu á Hartford Hawks Invitational mótinu, sem fram fór 14.-15. apríl 2017.

Helga Kristín var á besta skori Albany háskólans ásamt liðsfélaga sínum Paige Fujihara, en þær deildu 4. sætinu í mótinu.

Helga Kristín lék hringina tvo í mótinu á samtals 156 höggum (78 78).  Frábær árangur þetta hjá Helgu Kristínu!!!

Leikið var á golfvelli Tumble Brook CC í Bloomfield, Conneticut.

Til þess að sjá lokastöðuna á Hartford Hawks Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er MAAC Conference Championships, sem fram fer 21.-23. apríl á Disney Magnolia golfvellinum á Lake Buena Vista, í Flórída, en það er völlur sem er Íslendingum að góðu kunnur.