Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku leik í 15. sæti

Helga Kristín Einarsdóttir GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu University of Albany, tóku þátt í Anuenue mótinu á Hawaii.

Mótið stóð dagana 27.-29. mars 2017.

Helga Kristín lauk keppni í T-86, en hún lék á samtals 39 yfir pari, 255 höggum (86 89 80).

Í liðakeppninni varð University of Albany í 15. sæti.

Sjá má lokastöðuna í Anuenue mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Helgu Kristínar og University of Albany er í Conneticut 8. apríl n.k.