Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku leik í 13. sæti

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, í Albany luku leik í gær á Spring Break Shootout, en það mót fór fram í Lake Jovita Country Club, í Dade City, Flórída og stóð dagana 13.-14. mars 2017.

Þátttakendur voru 77 frá 13 háskólaliðum.

Helga Kristín var á besta skorinu af liðsfélögum sínum í Albany, en liðið lauk keppni í neðsta sæti.

Helga Kristín lék á samtals 28 yfir pari, 244höggum (79 78 87) og lauk keppni T-57.

Sjá má lokastöðuna á Spring Break Shootout með því að SMELLA HÉR: