Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2018 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku keppni í 2. sæti á Hilton Head

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany tóku þátt í Wofford Low Country Intercollegiate Golf Championship í Moss Creek golfklúbbnum, á Hilton Head Island, í Suður-Karólínu, dagana 17.-18. mars sl.

Þátttakendur voru 76 í 14 háskólaliðum.

Helga Kristín lauk keppni T-16  í einstaklingskeppninni, lék samtals á 11 yfir pari, 155 höggum (78 77).

Lið Albany varð í 2. sæti í liðakeppninni, sem er glæsilegt!!!

Sjá má lokastöðuna á Wofford Low Country mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany hefst á morgun 24. mars 2018 í Deland, Flórída.