Helga Kristín Einarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Albany luku keppni í 13. sæti og Ragnhildur og EKU í 15. sæti í Georgía

Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Eastern Kentucky University tóku þátt í Reynolds Lake Oconoee Invite.

Mótið fór fram í Greensboro, Georgíu dagana 16.-17. febrúar 2019 og lauk í gær.

Helga Kristín og félagar í Albany höfnuðu í 13. sæti í liðakeppninni og Helga Kristín varð á 2. besta skori í liði sínu; varð T-60 á samtals 236 höggum (79 76 81).

Ragnhildur og félagar í EKU urðu í 15. sæti í liðakeppninni og Ragnhildur var á 4. besta skori liðs síns; varð T-92 á samtals 249 höggum (82 81 86).

Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er 24. mars í Flórída og næsta mót Ragnhildar er einnig í Flórída en aðeins fyrr, 4. mars.