Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk keppni T-3 í Massachusetts

Helga Kristín Einarsdóttir og félagar í Albany háskólanum tóku þátt í Boston College Intercollegiate mótinu, sem fór fram dagana 23. -24. september í Blue Hill CC í Canton, Massachusetts, 23.-24. september sl.

Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum.

Helga Kristín lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 72 76) og varð T-3 í einstaklingskeppninni, sem er glæsilegur árangur!

Lið Helgu Kristínar, Albany, lauk keppni í 3. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Boston College Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er Princeton Invitational 28. september nk.