Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk keppni T-3 á MAAC Championship!!!

Dagana 21. – 23. apríl fór fram MAAC Championship á Disney Magnolia golfvellinum á Lake Buena Vista í Flórída og lauk mótinu í gær.

Alls kepptu 45 frá 9 háskólaliðum, þ.á.m. Helga Kristín Einarsdóttir, GK ásamt liði sínu University of Albany.

Helga Kristín (3. f.h) ásamt liði sínu University of Albany

Helga Kristín (3. f.h) ásamt liði sínu University of Albany

Helga Kristín náði þeim glæsilega árangri að verða T-3, þ.e. deildi 3. sætinu með öðrum keppanda og var á 2. besta skorinu í liði sínu í einstaklingskeppninni!!!

Lið University of Albany varð í 2. sæti í liðakeppninnni.

Sjá má lokastöðuna í MAAC Championship í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna í MAAC Championship í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: