Helga Kristín Einarsdóttir, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2019 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar luku keppni í 6. sæti í Flórída

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í Albany tóku þátt í Babs Steffens Invitational.

Mótið fór fram dagana 24.-25. mars 2019 og lauk í gær, á Hills vellinum á LPGA International á Daytona Beach, í Flórída.

Þátttakendur voru 71 frá 12 háskólum.

Helga Kristín lauk keppni T-44 í einstaklingskeppninni á skori upp á 25 yfir pari, 241 höggi (81 80 80).

Lið Helgu Kristínar lauk keppni fyrir miðju skortöflunnar í liðakeppninni þ.e. varð í 6. sæti og gerði því góða ferð til Flórída!

Sjá má lokastöðuna á Babs Steffens Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er 31. mars n.k. í Stockbridge, Georgíu.