Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna hefur leik á Lady Paladine

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS,  og félagar í Coastal Carolina taka þátt í Lady Paladine mótinu.

Mótið fer fram 27.-29. september 2019 á velli Furman háskólans í S-Karólínu, sem er gamli háskóli Ingunnar Gunnarsdóttur í GKG og mótið henni að góðu kunnugt.

Þátttakendur í mótinu að þessu sinni eru 90 frá 16 háskólum.

Heiðrún Anna fer út kl. 10:57 að staðartíma (sem er kl. 14:57 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Fylgjast má með Heiðrúnu Önnu & félögum á Lady Paladine með því að SMELLA HÉR: