Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna & félagar urðu í 2. sæti á Palmetto!!!

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í Coastal Carolina tóku þátt í Palmetto Intercollegiate.

Mótið fór fram í Turtle Point golfklúbbnum í Charleston, Suður-Karólínu, dagana 13.-14. október og lauk því í dag.

Þátttakendur voru 114 frá 22 háskólum – mótið stórt og sterkt.

Heiðrún Anna lauk keppni T-42 á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (78 74 71) og lék sífellt betur!

Lið Coastal Carolina lauk keppnistímabilinu á haustönn með besta árangri sínum …. landaði 2. sætinu, sem er stórglæsilegt!!!

Sjá má lokastöðuna á Palmetto Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Heiðrúnar Önnu og Coastal Carolina er 17. febrúar 2020 í Flórída.

Í aðalmyndaglugga: Heiðrún Anna (3. f. h.) ásamt liðsfélögum í Coastal Carolina. Mynd: Af vefsíðu Coastal Carolina