Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2022 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Heiðrún Anna á 2. besta skori UT Arlington

Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS og félagar í UT Arlington háskóla tóku þátt í Bama Beach Bash.

Mótið fór fram dagana 20-22. mars 2022, í Gulf Shores golfklúbbnum, í Alabama.

Heiðrún Anna varð T-58 (af 99 keppendum) á samtals 23 yfir pari, 239 höggum (79 82 78).

Hún var á 2. besta skorinu í liði sínu.

Lið Arlington varð 16. sæti í liðakeppninni af 17 liðum, sem þátt tóku.

Til þess að sjá lokastöðuna á Bama Beach Bash SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Heiðrúnar Önnu & UT Arlington er 3.-5. apríl n.k.