Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur í 7. sæti!!! og Ragnar Már T-36 f. lokahringinn í Mexíkó

Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í golfiði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, eru við keppni í Cabo del Sol, í Mexíkó.

Leikið er í Cabo del Sol CC á tveimur völlum: Ocean, sem hannaður er af Jack Nicklaus og sjá má með því að SMELLA HÉR: og Desert eða eyðimerkurvellinum.

Mótið stendur dagana 4.-6. október 2015. Keppendur eru 58 frá 10 háskólaliðum.

Eftir tvo fyrstu keppnisdagana er Haraldur Franklín í 7. sæti; búinn að spila samtals á 3 undir pari, 141 höggi (74 67).

Ragnar Már er T-36; hefir spilað á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76).

The Ragin Cajuns eru í 6. sæti í liðakeppninni.

Fylgjast má með gengi Haraldar og Ragnars Más með því að SMELLA HÉR: