Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín varð í 20. sæti í Texas – Ragnar Már með góðan endasprett

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State og Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns tóku þátt í Bayou City Collegiate Championship, en mótinu lauk í gær.

Mótið fór fram í Golf Club of Houston, Texas og voru þátttakendur 87 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals á 217 höggum (75 71 71) og varð T-20 í einstaklingskeppninni.  The Ragin Cajuns höfnuðu í 12. sæti í liðakeppninni.

Ragnar Már lék samtals á 225 höggum (75 80 70) og bætti sig um 10 högg milli hringja.  Hann lauk keppni í T-60 í einstaklingskeppninni og fór upp um 17. sæti frá deginum þar áður. McNeese skólalið Ragnars Más hafnaði í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: