Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín valinn í Sun Belt úrvalið

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette var valinn í úrvalslið Sun Belt (ens. first team All-Sun Belt), enda er hann búinn að standa sig framúrskarandi vel í vetur í bandaríska háskólagolfinu.

Árangur Haraldar Franklíns er stórglæsilegur!!!

Hann tók þátt í 34 mótum í vetur og lék þar af 12 á pari eða betur – hann var 4 sinnum meðal efstu 10 og sigraði m.a. í Memphis Intercollegiate mótinu.

Meðalhöggfjöldi Haraldar Franklíns í mótunum 34 var 73,24.

Þjálfari Louisiana Lafayette er að vonum ánægður og afar stoltur af Haraldi Franklín s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR: