Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már báðir á 69 lokahringinn á Sam Hall mótinu

Haraldur Franklín Magnús GR og Ragnar Már Garðarson áttu flotta lokahringi á   Sam Hall Intercollegiate mótinu sem fram fór í Hattiesburg, Mississippi og lauk í gær.

Haraldur Franklín lék á (70 68 69 ) og lauk keppni  í 7. sæti í mótinu, en keppendur voru 86.

Ragnari Már Garðarsson, GKG, bætti sig fór úr T-63 sætinu í T-46 eða upp um 17 sæti!!!– en hann byrjaði fremur slakkt (76 75) en átti glæsilokahring upp á 69 högg.

The Ragin Cajun, lið Haraldar Franklín og Ragnars Más lauk keppni í 2. sæti í liðakeppninni af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Til þess að sjá lokastöðuna Sam Hall Invitational SMELLIÐ HÉR: